Fjórtán hlutu styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka 

Fjórtán verkefni hafa fengið styrk frá Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka en úthlutunin nam 50 milljónum króna í ár. 


Styrk hljóta verkefni sem stuðla að völdum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 

Fjórtán verkefni hafa fengið styrk frá Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka en úthlutunin nam 50 milljónum króna í ár. 

Frá árinu 2019 hafa sjóðnum alls borist 875 umsóknir um úthlutun. Í ár bárust 145 umsóknir sem er tíu prósenta aukning frá því á síðasta ári. Heildarfjárhæð úthlutana úr sjóðnum nemur nú 265 milljónum króna. 

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka hvetur til nýsköpunar og þróunar og styður við bakið á frumkvöðlaverkefnum sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á. Eins er rekstur sjóðsins í samræmi við samfélagsstefnu Íslandsbanka sem sett hefur sér að vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. 

Að verkefnunum sem styrk hlutu að þessu sinni standa fjölbreytt teymi líkt og síðustu ár. Þó er hlutfall verkefna af landsbyggðinni líklega það hæsta sem verið hefur, eða þriðjungur. Tveir þriðju umsókna eru svo af höfuðborgarsvæðinu. Samsetning umsækjenda var þannig að kvennateymi voru um 29 prósent, karlateymi 19 prósent og blönduð teymi 52 prósent. 

Við erum stolt af því að styðja við bakið á þessum framsæknu hugmyndum og það er einstaklega ánægjulegt að sjá vægi landsbyggðarinnar aukast í umsóknum þessa árs, í takt við áherslur sjóðsins. Þá er ekki síður skemmtilegt að sjá áframhaldandi vöxt fjölda umsókna sem endurspeglar þann kraft sem er að finna í íslensku frumkvöðlastarfi. Verkefnin sem hljóta styrk eru fjölbreytt og styðja við sjálfbæra þróun í samfélaginu. 

Una Steinsdóttir
Framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka

Verkefnin sem Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkti í ár eru


Frekari upplýsingar um Frumkvöðlasjóð Íslandsbanka er að finna hér: https://www.islandsbanki.is/is/vara/bankinn/frumkvodlasjodur