Fjármögnun innviðauppbyggingar

Skýrsla Íslandsbanka og Reykjavík Economics um samvinnuverkefni


  • Skýrslan er unnin að frumkvæði Íslandsbanka hf. og er hugsuð sem innlegg í samtal hagaðila um hvernig samvinnuverkefni geti stuðlað að framförum og aukinni hagsæld hér á landi. 
  • Nýleg löggjöf um samvinnuverkefni sýnir vilja löggjafans til að nýta sér leiðir samvinnuverkefna í vegaframkvæmdum. 
  • Lögin eru grunnforsenda þess að einkaaðilar og hið opinbera geti starfað saman að slíkum verkefnum.
  • Æskilegt er að almennari lög um samvinnuverkefni verði lögfest sem grunnur til áframhaldandi samstarfs einkaaðila og hins opinbera.  
  • Slík lög og heppilegt stofnanaumhverfi getur leyst úr læðingi krafta sem yrðu til hagsbóta fyrir samfélagið allt.