Stórurð við Borgarfjörð Eystri


Þessu magnaða fyrirbrigði í nágrenni Dyrfjalla er erfitt að lýsa með orðum. Sérstætt landslagið samanstendur af grjóthnullungum og risastórum björgum sem sitja á grasbölum við fallegar tjarnir. Nokkrar merktar gönguleiðir eru að Stórurð, til dæmis frá Vatnsskarði. Hún er 16 km löng og því best að taka daginn í hana til þess að njóta og vera með gott nesti meðferðis.

Fróðleiksmoli: Talið er að þessi stóru björg hafi fallið niður á ís sem síðan hafi flutt þau þangað sem þau eru.

Nánar um Stórurð á www.east.is