Innra-Hvannagil í Njarðvík


Þetta er eitt sérkennilegasta gil á Austurlandi. Það er ekki fyrr en komið er inn fyrir háan klettavegg, sem er í raun berggangur úr blágrýti, að gilið kemur almennilega í ljós. Það má sjá fallegt samspil líparíts og blágrýtis. Lítill lækur rennur um gilið og þar er að finna allskyns sérkennileg mynstur. Hægt er að aka nánast að gilinu.

Fróðleiksmoli: Líparít, þetta ljósa grjót sem er til dæmis á Baulu og Móskarðahnúkum, og hrafntinna, eru sama efnið. Bæði eru úr súru gosbergi en kólnuðu á mismunandi hátt.

Nánar um Innra-Hvannagil á www.east.is