Hafnarhólmi

við smábátahöfnina í Borgarfirði Eystra


Þetta er magnaður staður fyrir fuglaskoðara en ritan er þar áberandi, líkt og krían og lundinn. Byggðar hafa verið tröppur og pallar, sem auðvelda fuglaskoðunina, og hvergi á Íslandi er jafn auðvelt að komast í návígi við lunda.

Fróðleiksmoli: Lundinn lifir í holum í jörðinni. Árið 1856 ferðaðist Dufferin, breskur lávarður, um landið og sá lunda í Engey við Reykjavík. Taldi hann að þar væru á ferð kanínur. Hann gerði nokkrar tilraunir til að handsama þessar skrítnu skepnur sem á spruttu vængir og skildi ekkert hvers vegna þær örguðu eins og páfagaukar. Það fylgir sögunni að Dufferin og félagar voru á heimleið úr veislu í Viðey þegar að þetta átti sér stað og höfðu skálað ótæpilega.

Nánar um Hafnarhólma á www.east.is