Dimmuborgir og nágrenni


Ævintýrheimur trölla, jólasveina og jarðhræringa. Hraunmyndanir við Mývatn eru alþekktar en hvergi eins mikilfenglegar og í Dimmuborgum. Nokkrar vel merktar gönguleiðir eru á svæðinu sem auðvelt er að fylgja. Það er kjörið að nýta heimsóknina og skoða í leiðinni staði eins og Hverfjall, Grjótagjá og auðvitað sjálft Mývatn.

Fróðleiksmoli: Dimmuborgir mynduðust í miklum eldsumbrotum fyrir um 2.300 árum þegar hraun vall upp úr 12 km langri sprungu suður af Hverfjalli. Talið er að einhver fyrirstaða hafi orðið til þess að hrauntjörn myndaðist. Hraunið í tjörninni var svo byrjað að storkna þegar fyrirstaðan gaf sig og eftir stóðu þessi fallegu hraundrangar, sem hvergi annars staðar hafa fundist á þurru landi.

Nánar um Dimmuborgir www.northiceland.is