Bolafjall við Bolungarvík


Yfirleitt þegar minnst er á fjöll og fjallstoppa þýðir það að fólk þarf að ganga þangað upp. En ekki Bolafjall. Yfir sumarmánuðina er hægt að keyra upp á topp og njóta þar stórbrotins útsýnis til allra átta, jafnvel alla leið til Grænlands. Fyrir þau rómantísku, mælum við með að koma sér fyrir með teppi og heitt súkkulaði á fjallstoppnum, og njóta sólsetursins.

Fróðleiksmoli: Á fjallinu var ein af fjórum ratsjárstöðum sem Ratsjárstofnun rak fyrir hönd varnarliðsins. Í dag er hún rekin af Landhelgisgæslunni.

Nánar um Bolafjall á www.westfjords.is