Selárdalur í Arnarfirði


Þarna er að finna einstakt safn listamannsins Samúels Jónssonar. Samúel var sjálfmenntaður listmálari og höggmyndasmiður. Hann málaði mikið en á eldri árum fór hann að vinna með stein. Hann reisti til dæmis kirkju með laukturni, til að hýsa altaristöflu sem hann hugðist gefa Selárdalskirkju en sóknarnefndin hafnaði. Félag um endurreisn og viðhald á verkum hans var svo stofnað í kringum aldamótin til að varðveita verk þessa alþýðulistamanns sem oft var kallaður listamaðurinn með barnshjartað.

Fróðleiksmoli: Það var ekki bara Samúel sem fylgdi ekki straumnum í Selárdal því þar er einnig að finna eyðibýlið Uppsali. Gísli á Uppsölum varð landsfrægur fyrir að gera hlutina aðeins öðruvísi en aðrir og hlaut landsfrægð eftir þátt Ómars Ragnarssonar um hann.

Nánar um Selárdal á www.westjords.is