Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Ergo og Riff bjóða í bíó

Næstkomandi sunnudag, 25. september, býður Ergo, í samstarfi við alþjóðlegu kvikmyndahátíðina Riff, gestum og gangandi í bílabíó sem sett verður upp á efra bílastæði Smáralindar við Norðurturn. 


Þar hefst klukkan 19 sýning gamanmyndarinnar Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, með Will Ferrell í aðalhlutverki. 

Aðgangur er ókeypis en vissara fyrir áhugasama að skrá sig í tíma því ekki er pláss fyrir fleiri en 250 bíla. 

Skráning á viðburðinn fer fram hér á vefsíðu Riff.

Auk kvikmyndasýningarinnar er stefnt að því að fá matarvagna á svæðið og jarðvegur því lagður að afar skemmtilegri kvöldstund. 

Hljóð myndarinnar er sent út á FM rás, en mögulega vissara að setja í handbremsu og spenna beltin líka til að fyrirbyggja slys í hláturrokunum sem myndin er vís með að framkalla.