Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Einar Már og Englar alheimsins í Bransasögum

Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson er í Bransasögum að þessu sinni.


Í Bransasögum að þessu sinni segir Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, frá viðtökum og viðfangsefni bókarinnar Engla alheimsins sem gefin var út fyrir 26 árum síðan.

„Það halda margir að þetta sé ævisaga bróður míns en hún er það nú ekki því að hún byggir meira á þeirri innsýn sem ég fékk í þetta líf“ segir Einar en bókina tileinkaðaði hann bróður sínum heitnum, sem átti við andleg veikindi að stríða.

Bransasögur - Einar Már Guðmundsson


Það eru 26 ár síðan Englar alheimsins kom út og vann hug og hjörtu þjóðarinnar. Síðan þá hefur Einar Már heimsótt nærri alla skóla landsins og rætt við nemendur um þessa einstöku bók.

Englar alheimsins - Góð þjónusta breytir öllu


Í auglýsingu Íslandsbanka er eitt atriði kvikmyndarinnar Engla alheimsins endurgert.