Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.


Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli. Söluferlið verður opið og gagnsætt og hefur ráðgjafafyrirtækinu Corestar Partners og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka verið falið að sjá um það.

Tilhögun söluferlis

Söluferlið verður opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylla skilyrði um fjárhagslegan styrk auk þess að geta sýnt fram á nægjanlega þekkingu og reynslu til þátttöku í söluferlinu.

Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við söluráðgjafa. Áhugasamir fjárfestar þurfa að fylla út trúnaðaryfirlýsingu ásamt því að leggja fram nauðsynlegar upplýsingar og gögn í tengslum við skilyrði söluferlisins í samráði við söluráðgjafa. Seljandi áskilur sér þó rétt til þess að takmarka aðgang að söluferlinu, t.d. þegar fyrir hendi eru lagalegar takmarkanir á því að fjárfestir eignist ráðandi hlut í félaginu, svo sem vegna samkeppnisreglna. Jafnframt er vakin athygli á því að samþykki Fjármálaeftirlitsins er skilyrði fyrir því að fjárfestir geti farið með virkan eignarhlut í félagi í færsluhirðingu og kortaútgáfu á Íslandi.

Fyrir frekari upplýsingar um söluferlið, vinsamlegast hafið samband við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, borgunsalesprocess@islandsbanki.is, eða Corestar Partners, mbartik@corestarpartners.com.

Nánari upplýsingar veitir:

Samskiptastjóri – Edda Hermannsdóttir, edda.hermannsdottir@islandsbanki.is og í síma 844 4005.