Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Drög að uppgjöri annars ársfjórðungs 2021 liggja fyrir - hagnaður nam um 5,4 ma. kr. og arðsemi eigin fjár um 11,6%


Drög að uppgjöri Íslandsbanka hf. fyrir annan ársfjórðung 2021 liggja nú fyrir. Drögin benda til þess að hagnaður bankans hafi numið 5,4 ma. kr. á fjórðungnum og að arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli í hafi verið 11,6%, sem er umfram fjárhagsleg markmið bankans. Til samanburðar nam hagnaður bankans um 3,6 ma. kr. í fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eiginfjár 7,7%.

Frávikin frá fyrsta ársfjórðungi og markmiðum bankans skýrast að stærstum hluta af því að virðisrýrnun er jákvæð og er um 1,1 ma. kr. færður til tekna vegna þess í fjórðungnum. Til samanburðar færði bankinn um 0,5 ma. kr. til gjalda í virðisrýrnun á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þá höfðu hækkanir á innlendum hlutabréfamörkuðum einnig jákvæð áhrif á afkomu fjórðungsins. 

Áréttað er að uppgjörið fyrir annan ársfjórðung 2021 er enn í vinnslu og getur tekið breytingum fram að birtingardegi þann 28. júlí næstkomandi.

Nánari upplýsingar veita:


Fjárfestatengsl


Hafa samband