Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Cintamani í söluferli

Íslandsbanki hf. auglýsir til sölu allan vörulager Cintamani ehf., skráð vörumerki félagsins ásamt léninu www.cintamani.is


Söluferlið er opið öllum áhugasömum og eru þeir beðnir um að senda fyrirspurnir og tilboð á netfangið fullnustueignir@islandsbanki.is í síðasta lagi þann 3. febrúar 2020. Tekin verður afstaða til tilboða eftir 5. febrúar 2020.

Um er að ræða fullnustueign bankans sem hann eignaðist við skuldaskil. Hefur bankinn því takmarkaðar upplýsingar umfram skráningu eigna og það sem sjá má við hefðbundna skoðun. Bankinn áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum, breyta söluferlinu og/eða stöðva það eftir atvikum. Slíkt verður tilkynnt tilboðsgjöfum eftir því sem við á.