Átti Íslandsbanki hagstæðasta tilboðið sem samþykkt var í bæjarráði. Undirritun fór fram í lok janúar síðastliðins.
Miklar fjárfestingar og framkvæmdir eru fram undan næstu árin hjá Akraneskaupstað sem kalla á frekari lántöku en áætlað er að setja um 2,6 milljarða kr. í fjárfestingar á árinu 2023 og á næstu fjórum árum er fyrirhugað að fjárfesta fyrir samtals 9,4 milljarða. Brúarfjármögnunin er mikilvægur þáttur í að framkvæmdir gangi skjótt fyrir sig þar sem fjármagn er tryggt til næstu tveggja ára. Nú í febrúar var dregið á fyrstu lánafyrirgreiðsluna er 250 milljónir króna voru teknar á láni.