Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Breyting á tillögu til aðalfundar um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar

Þrátt fyrir langtímastefnu Íslandsbanka hf. um 40-50% arðgreiðsluhlutfall leggur stjórn bankans til við aðalfund að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna ársins 2019 í ljósi óvissu af völdum fordæmalausra aðstæðna á fjármálamörkuðum


Jafnframt verður lagt til við aðalfund að stjórn bankans fái heimild til að kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á þessu ári þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kann að vera lögð fram. Þetta er breyting á tillögum stjórnar til aðalfundar bankans árið 2020 er birt var á heimasíðu bankans þann 12. mars síðastliðinn.

Eiginfjárstaða bankans er eftir sem áður sterk og umfram innri kröfur og kröfur eftirlitsaðila.  Með þessari ákvörðun er bankinn enn betur í stakk búinn að takast á við þær áskoranir sem framundan eru.

Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 2020, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi.  

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Setning fundar
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi bankans 2019
  3. Staðfesting ársreiknings fyrir árið 2019
  4. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar bankans á árinu 2019
  5. Kosning stjórnar- og varamanna
  6. Kosning endurskoðunarfélags
  7. Ákvörðun um laun til stjórnar fyrir næsta kjörtímabil
  8. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu
  9. Önnur mál

Aðilar í framboði til stjórnar Íslandsbanka á aðalfundi bankans 2020

Uppfærðar tillögur til aðalfundar 2020 má finna hér.

Nánari upplýsingar


Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir

Fjárfestatengsl


Senda póst