Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Birting á skýrslum ársins 2021

Íslandsbanki hefur gefið út þrjár skýrslur vegna ársins 2021. Um er að ræða árs- og sjálfbærniskýrslu, áhættuskýrslu (Pillar 3) og áhrifaskýrslu fyrir sjálfbæran fjármálaramma bankans.


Árs- og sjálfbærniskýrsla

Skýrslan gefur greinargóða mynd af starfsemi, rekstri og stefnu bankans á árinu 2021.

Í sjálfbærnihluta skýrslunnar má meðal annars finna áfanga í innleiðingu metnaðarfullrar sjálfbærnistefnu á liðnu ári, en bankinn hefur sett sér það markmið að vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. 

Skýrslan er birt á ensku og verður íslensk útgáfa hennar aðgengileg frá og með 17. Febrúar 2022.

Áhættuskýrsla (Pillar 3)

Markmið skýrslunnar er að uppfylla lögbundnar kröfur um upplýsingagjöf og veita markaðsaðilum og öðrum áhugasömum aðilum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu bankans. Áhættuskýrslan er birt á ensku.

Áhrifaskýrsla fyrir sjálfbæran fjármálaramma

Áhrifaskýrslan veitir yfirlit yfir þau lán og fjárfestingar í eignasafni bankans sem uppfylla skilyrði sjálfbæra fjármálarammans og hafa verið flokkuð sem sjálfbær verkefni á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru frá útgáfu sjálfbæra fjármálarammans. Þá er í skýrslunni að finna áhrifamælikvarða og áætluð jákvæð umhverfis- og samfélagsáhrif sem stafa af verkefnunum. Skýrslan er birt á ensku.

Skýrsla um fjármagnaðan útblástur

Íslandsbanki hefur gefið út fyrstu niðurstöður mælingar á fjármögnuðum útblæstri fyrir árin 2020 og 2019, í samræmi við PCAF aðferðafræðina.

Nálgast má ofangreindar skýrslur, ásamt fjárhagsupplýsingum fyrir árið 2021, á ársskýrsluvef bankans. 

Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl, ir@islandsbanki.is.