Ávöxtun - verðtryggð er nú í boði fyrir þau sem vilja verðtryggðan sparnað sem er laus með 90 daga fyrirvara.
Breyting verður á reglum Seðlabanka Íslands frá og með 1. júní þegar verðtryggður sparnaður þarf ekki lengur að vera bundinn í þrjú ár. Í ljósi þess getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á þennan verðtryggða reikning. Til viðbótar við verðtryggingu ber reikningurinn 0,1% vexti.
Verðtryggðir reikningar geta hentað vel þegar hugsað er til lengri tíma þar sem innstæða reikningsins fylgir verðlagi í landinu hverju sinni.