Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Aukinn áhugi á ábyrgum fjárfestingum

Jan Erik Saugestad framkvæmdastjóri eignastýringar Storebrand er gestur Norðurturnsins að þessu sinni


Ungt fólk hefur meiri áhuga á sjálfbærni og ábyrgum fjárfestingum en þeir sem eldri eru segir Jan Erik Saugestad framkvæmdastjóri eignastýringar Storebrand sem er gestur Norðurturnsins að þessu sinni.

Storebrand hefur undanfarinn aldarfjórðung lagt ríka áherslu á ábyrgar fjárfestingar í starfsemi sinni og verið leiðandi í þeim efnum. Jan Erik ræðir við Kjartan Smára Höskuldsson, framkvæmdastjóra Íslandssjóða um þrýsting sem fjárfestar hafa sett á stjórnvöld í Brasilíu, fjárfestingar í lausnum á sviði loftlagsmála, áhuga stofnana- og einkafjárfesta á ábyrgum fjárfestingum og fleira.

Norðurturninn - Fjárfestingar til fyrirmyndar


Jan Eik Saugestad, framkvæmdastjóri eignastýringar Storebrand, ræðir við Kjartan Smára Höskuldsson, framkvæmdastjóra Íslandssjóða, um ábyrgar fjárfestingar.