Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Athugun Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á framkvæmd Íslandsbanka á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka


Íslandsbanki hefur fengið í hendur frummat fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME) vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór hinn 22. mars 2022. Í matinu kemur m.a. fram að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn nánar tilgreindum ákvæðum laga og reglna sem um bankann og starfsemi hans gilda.

Í frummatinu er athygli vakin á heimildum FME til að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt. Sáttarferli er hafið og mun bankinn á næstu vikum setja fram skýringar sínar og sjónarmið við frummati FME. Stjórnendur bankans taka frummat FME alvarlega. Eins og áður hefur verið greint frá hefur bankinn þegar gert breytingar á innri reglum og ferlum og mun halda slíkri vinnu áfram í sáttarferlinu.

Þessi tilkynning er, hvað reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055, gerð af Jóni Guðna Ómarssyni, fjármálastjóra Íslandsbanka hf.

Nánari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl – Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, ir@islandsbanki.is

Samskiptastjóri – Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is