Í morgun var tölvupóstur sendur til hluta viðskiptavina Íslandsbanka vegna svokallaðrar áreiðanleikakönnunar.
Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ber bankanum að afla ákveðinna upplýsinga um viðskiptavini sína og því eru viðtakendur póstsins beðnir um að svara þeim spurningum sem þar er að finna.
Nánar má lesa um upplýsingaöflunina hjá Samtökum fjármálafyrirtækja.
Hér getur þú skráð þig inn með rafrænum skilríkjum og svarað þeim spurningum sem óskað er.