Tilkynnt var í apríl um undirritun á kaupsamningi viðskiptanna sem voru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Happy Campers verður afhent nýjum eiganda í dag, 13. júní.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með söluferlinu á Happy Campers, sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki á sviði ferðaþjónustu. Félagið var stofnað og rekið af Herdísi Jónsdóttur, Sverri Þorsteinssyni og fjölskyldu. Tveir af hluthöfum seljanda munu starfa áfram hjá félaginu eftir eigendaskiptin, Haukur Sverrisson sem fjármálastjóri og Jón Sverrisson sem rekstrarstjóri.
Arctic Adventures er eitt öflugasta og rótgrónasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og munu kaupin gera félaginu kleift að bjóða viðskiptavinum sínum enn fjölbreyttari þjónustu.
Að auki Íslandsbanka veitti LEX seljendum ráðgjöf og LOGOS voru ráðgjafar kaupanda.
Við óskum seljendum Happy Campers og Arctic Adventures innilega til hamingju með viðskiptin og samstarfið.