Almennt útboð á eignarhlut ríkissjóðs

Útboðið hefst kl. 8:30, þriðjudaginn 13. maí 2025 og lýkur kl. 17:00, fimmtudaginn 15. maí 2025


Til að fá aðgang að gögnum þarftu að velja land og samþykkja skilmála 

  • Tekið er við áskriftum rafrænt á áskriftarvef útboðsins. Smelltu hér til þess að opna áskriftarvefinn. (Þú verður fluttur á vefsvæði Kviku)
  • Haldinn verður opinn kynningarfundur kl. 16:30, miðvikudaginn 14. maí 2025 á Hótel Reykjavík Grand. Fundurinn verður einnig í beinu streymi, sem er opið öllum án skráningar. 
  • Fyrirhugað er að útboðið hefjist kl. 8:30, þriðjudaginn 13. maí 2025 og því ljúki kl. 17:00, fimmtudaginn 15. maí 2025.
  • Til sölu eru að lágmarki 376.094.154 hlutir í bankanum.
  • Fjármála- og efnahagsráðherra hefur heimild, sem hluta af útboðinu, til að stækka útboðið um allt að 473.905.853 hluti í bankanum. Sé heimildin nýtt að fullu verða því 850.000.007 hlutir í bankanum seldir, sem svarar til 45,2% af útistandandi hlutafé bankans. 
  • Þrír áskriftarmöguleikar eru í boði; tilboðsbók A, tilboðsbók B og tilboðsbók C sem eru ólíkar er varðar þátttöku, forgang, stærð áskrifta og úthlutun. Sala í gegnum tilboðsbók A mun njóta forgangs við úthlutun útboðshluta gagnvart tilboðsbók B, sem nýtur forgangs gagnvart tilboðsbók C.
  • Tilboðsbók A er eingöngu ætluð einstaklingum með íslenska kennitölu. Í tilboðsbók A er heimilt að gera tilboð fyrir að lágmarki 100.000 kr., allt að fjárhæð 20.000.000 kr. Í tilboðsbók A er fast verð, 106,56 kr. á hlut.
  • Tilboðsbók B er opin bæði einstaklingum og lögaðilum. Í tilboðsbók B er heimilt að gera tilboð umfram 2.000.000 kr. Engin hámarksupphæð á við um tilboð í tilboðsbók B að öðru leyti en því sem takmarkast af heildarstærð útboðsins. Útboðsgengi vegna tilboðsbókar B skal taka mið af hæsta tilboði sem nær grunnmagni, hins vegar má útboðsgengi tilboðsbókar B aldrei vera lægra en fast verð í tilboðsbók A.
  • Tilboðsbók C er opin eftirlitsskyldum fagfjárfestum sem gera tilboð fyrir eigin reikning og uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra sé jafnvirði 70 milljarða kr. eða hærri. Í tilboðsbók C er heimilt að gera tilboð umfram 300.000.000 kr. Engin hámarksupphæð á við um tilboð í tilboðsbók C að öðru leyti en því sem takmarkast af heildarstærð útboðsins. Útboðsgengi fyrir tilboðsbók C verður í íslenskum krónum og ákvarðað með hliðsjón af útboðsgengi fyrir tilboðsbók B. Fjárfestum sem gera tilboð í tilboðsbók C verður gefinn kostur á að hækka tilboð sitt til samræmis við útboðsgengi fyrir tilboðsbók B skömmu eftir að útboðsgengi fyrir tilboðsbók B er tilkynnt þann 15. maí.
  • Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar þann 15. maí 2025 og tilkynntar á vef Stjórnarráðsins, Íslandsbanka og Kviku.
  • Gert er ráð fyrir að niðurstöður úthlutunar í útboðinu verði tilkynntar fjárfestum þann 16. maí 2025 fyrir opnun markaða.
  • Lokadagur greiðslu úthlutaðra hluta er ákveðinn 20. maí 2025 og áætlað er að greiddir útboðshlutir verði afhentir fjárfestum innan tveggja virkra daga frá því að greiðsla berst.
  • Barclays Bank Ireland PLC, Citigroup Global Markets Europe AG og Kvika banki hf. eru sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins, ásamt ABN AMRO Bank N.V. (í samstarfi við ODDO BHF SCA), Arctic Securities AS, Arctica Finance hf., Arion banka hf., J.P. Morgan SE, Landsbankanum hf. og UBS Europe SE sem eru sameiginlegir söluaðilar útboðsins.
  • Íslandsbanki er ekki söluaðili í útboðinu
  • Smelltu hér til þess að stofna vörslureikning

Nánar um útboðið


Áskriftarleiðir


Tilboðsbók A

Tilboðsbók B

Tilboðsbók C

Þáttaka 

Aðeins opin einstaklingum með íslenska kennitölu 

Opin öllum fjárfestum 

Aðeins opin eftirlitsskyldum fagfjárfestum sem gera tilboð fyrir eigin reikning og uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra sé jafnvirði 70 ma.kr. eða hærri

Tilboðsverð

Fast verð, 106,56 kr. á hlut

Tilboð skulu gerð á eða yfir lágmarksverði, 106,56 kr. á hlut. Söluverð skal vera lægsta tilboðsverð sem nær lágmarksstærð útboðsins en lágmarksverð skal þó ekki vera lægra en fasta verðið í tilboðsbók A 

Söluverð skal vera hið sama og í tilboðsbók B og tilboðsgjöfum í tilboðsbók C skal gefinn kostur á að hækka tilboðsverð sín til jafns við verðið í tilboðsbók B hafi tilboð þeirra verið lægri 

Stærð áskrifta 

Áskriftir fyrir kaupverð frá 100.000 kr. til 20.000.000 kr. 

Lágmarkstilboð 2.000.000 kr.

Lágmarkstilboð 300.000.000 kr.

Áskriftartímabil 

Móttaka áskrifta hefst kl. 8:30 þriðjudaginn 13. maí 2025 og lýkur kl. 17:00 fimmtudaginn 15. maí. Fjárfestar geta uppfært áskriftir sínar á áskriftartímabilinu með því að eyða núverandi áskrift á áskriftarvef og setja inn nýja 

Móttaka áskrifta hefst kl. 8:30 þriðjudaginn 13. maí 2025 og lýkur kl. 17:00 fimmtudaginn 15. maí. Fjárfestar geta uppfært áskriftir sínar á áskriftartímabilinu með því að eyða núverandi áskrift á áskriftarvef og setja inn nýja 

Móttaka áskrifta hefst kl. 8:30 þriðjudaginn 13. maí 2025 og lýkur kl. 17:00 fimmtudaginn 15. maí. Fjárfestar geta uppfært áskriftir sínar á áskriftartímabilinu. Fjárfestum mun gefast kostur á að hækka tilboðsverð sín til jafns við verðið í tilboðsbók B hafi tilboð þeirra verið lægri.

Sértækar reglur um úthlutun 

Áskriftir í tilboðsbók A munu njóta forgangs umfram aðrar tilboðs-bækur við úthlutun  
Áskriftir í tilboðsbók A verða ekki skertar nema tilboðsbók A fylli heildarmagn útboðsins 

Reynist nauðsynlegt að skerða áskriftir til að mæta eftirspurn skal það gert á grundvelli tilboðsverðs eingöngu. Reynist nauðsynlegt að skerða lægstu samþykktu tilboð skal það gert hlutfallslega. Úthlutun til fjárfesta í tilboðsbók B mun fara fram án þess að sæta skerðingu vegna eftirspurnar fjárfesta í tilboðsbók C

Úthlutun í tilboðsbók C skal byggja á fyrirframákveðnum og birtum viðmiðum sem hafa hagkvæmni útboðsins að leiðarljósi

Afhending hlutabréfa

Stefnt er að afhendingu hlutabréfa í síðasta lagi tveimur virkum dögum eftir móttöku greiðslna vegna einstakra áskrifta 
16. maí 2025 – Tilkynnt um úthlutun og greiðsluseðlar gerðir aðgengilegir í heimabanka 
20. maí 2025 – Eindagi áskrifta 
Áætlaður síðasti afhendingardagur hlutabréfa – tveimur virkum dögum eftir móttöku greiðslu

Stefnt er að afhendingu hlutabréfa í síðasta lagi tveimur virkum dögum eftir móttöku greiðslna vegna einstakra áskrifta 
16. maí 2025– Tilkynnt um úthlutun og greiðsluseðlar gerðir aðgengilegir í heimabanka 
20. maí 2025 – Eindagi áskrifta 
Áætlaður síðasti afhendingardagur hlutabréfa – tveimur virkum dögum eftir móttöku greiðslu

Stefnt er að afhendingu hlutabréfa í síðasta lagi tveimur virkum dögum eftir móttöku greiðslna vegna einstakra áskrifta 
16. maí 2025 – Tilkynnt um úthlutun og greiðsluseðlar gerðir aðgengilegir í heimabanka 
20. maí 2025 – Eindagi áskrifta 
Áætlaður síðasti afhendingardagur hlutabréfa – tveimur virkum dögum eftir móttöku greiðslu

Söluráðgjafar áskilja sér rétt til að krefjast staðfestingar á greiðslugetu eða tryggingar fyrir greiðslu áskrifta frá fjárfestum. Verði fjárfestir ekki við þessari kröfu söluráðgjafa innan þess frests sem gefinn er, áskilja söluráðgjafar sér rétt til að ógilda áskrift viðkomandi fjárfestis að hluta eða í heild. Söluráðgjafar meta einhliða hvort staðfesting á greiðslugetu eða trygging teljist fullnægjandi. 

Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við útboðið ef ekki verða gerð tilboð í lágmarksfjölda þeirra hluta sem selja á í útboðinu eða af einhverri annarri ástæðu, allt að eigin vild. Verði hætt við útboðið í samræmi við framangreint verða öll tilboð í hluti sem selja á í útboðinu, og úthlutanir gerðar á grundvelli þeirra, ógild vegna þess. Greint verður frá því opinberlega ef hætt verður við útboðið eða ef því verður flýtt, það verður framlengt eða því frestað og í slíkum tilvikum (ef frá eru talin tilvik þar sem hætt verður við útboðið) verður gefinn út viðauki við lýsinguna sem verður útbúinn, staðfestur og birtur í samræmi við 23. gr. lýsingarreglugerðarinnar og 5. gr. laga, nr. 14/2020, um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði. Í slíkum tilvikum (ef frá eru talin tilvik ef hætt er við útboðið), munu fjárfestar eiga þess kost að afturkalla pantanir sínar.

Spurt og svarað