Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu þriðja ársfjórðungs 2025 (3F25)
- Hagnaður af rekstri nam 6,9 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2025 (3F24: 7,3 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 12,2% á ársgrundvelli (3F24: 13,2%). Arðsemi eigin fjár var 12,9% á ársgrundvelli þegar leiðrétt er áhrifum varúðarfærslu vegna dómsmála.
- Hreinar vaxtatekjur námu 13,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2025 og hækkuðu um 1.483 milljónir króna á 3F25 samanborið við 3F24.
- Vaxtamunur var 3,1% á þriðja ársfjórðungi 2025, samanborið við 2,9% á 3F24. Þegar leiðrétt er fyrir áhrifum varúðarfærslu vegna dómsmála var vaxtamunur 3,2% á 3F25.
- Hreinar þóknanatekjur á þriðja ársfjórðungi 2025 voru sambærilegar við þóknanatekjur á þriðja ársfjórðungi 2024 og námu samtals 3,2 milljörðum króna á 3F25.
- Hrein fjármagnsgjöld voru 353 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2025, samanborið við fjármagnstekjur að fjárhæð 228 milljónir króna á 3F24.
- Aðrar rekstrartekjur námu 115 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi 2025, samanborið við 357 milljónir króna á 3F24.
- Stjórnunarkostnaður nam 6,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2025, en nam 6,4 milljörðum króna á 3F24.
- Kostnaðarhlutfall bankans var 38,2% á þriðja ársfjórðungi 2025 og undanskilur 550 milljónir króna innan vaxtaliðar sem varúðarfærslu vegna dómsmála. Kostnaðarhlutfallið var 40,4% á 3F24.
- Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 7 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2025 samanborið við jákvæða virðisbreytingu sem nam 860 milljónum króna á 3F24. Áhættukostnaður útlána (e. Cost of risk) var 0 punktar á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi 2025 samanborið við -27 punkta á 3F24.
- Útlán til viðskiptavina jukust um 2 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2025 frá öðrum ársfjórðungi 2025 og voru 1.333 milljarðar króna í lok þriðja ársfjórðungs 2025.
- Innlán frá viðskiptavinum jukust um 4,4% milli loka annars og þriðja ársfjórðungs 2025 og námu 1.009 milljörðum króna í lok 3F25.
- Eigið fé nam 227,0 milljörðum króna í lok þriðja ársfjórðungs 2025, samanborið við 227,4 milljarða króna í lok árs 2024.
- Eiginfjárhlutfall var 21,9% í lok þriðja ársfjórðungs 2025 að meðtöldum hagnaði á 3F25, samanborið við 23,2% í lok árs 2024. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 18,9% að meðtöldum hagnaði 3F25, samanborið við 20,1% í árslok 2024. Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 var 370 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila í lok þriðja ársfjórðungs 2025, og hærra en fjárhagslegt markmið bankans sem er að vera með 100-300 punkta eiginfjár svigrúm umfram kröfur eftirlitsaðila.
- Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) er 19,6% af áhættugrunni, til viðbótar við samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Í lok þriðja ársfjórðungs 2025 var MREL hlutfall bankans 36,8%, 740 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila. Ný skilaáætlun fyrir Íslandsbanka var samþykkt 17. Október og þar með uppfært MREL fyrir bankann sem 18,8% af áhættugrunni, til viðbótar við samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Eftir samþykkt skilaáætlunarinnar er MREL hlutfall bankans 37,1% (að meðtöldum hagnaði 3F25), 850 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila.
Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins 2025 (9M25)
- Hagnaður af rekstri bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2025 nam 19,3 milljörðum króna (9M24: 18,0 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár á 9M25 var 11,5% á ársgrundvelli (9M24: 10,9%). Bankinn leiðbeinir í þá átt að arðsemi verði um 11% fyrir 2025 í heild, að því gefnu að virðisrýrnun hefðbundnari í gegnum hagsveifluna.
- Hreinar vaxtatekjur á fyrstu níu mánuðum 2025 námu 40,1 milljarði króna, sem er aukning um 10,1% milli 2024 og 2025.
- Hreinar þóknanatekjur námu 9,9 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2025 og jukust um 4,2% samanborið við fyrstu níu mánuði ársins 2024 þegar þær námu 9,5 milljörðum króna.
- Hrein fjármagnsgjöld voru 1.326 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2025, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 507 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.
- Stjórnunarkostnaður var 21,1 milljarður króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2025, en var 20,5 milljarður króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, þegar frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi 2024.
- Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 43,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 í 42,1% á fyrstu níu mánuðum ársins 2025. Kostnaðarhlutfall á 9M24 undanskilur gjaldfærslu stjórnvaldssektar að fjárhæð 470 milljónir króna sem gjaldfærð var á 2F24 og hlutfallið fyrir 9M25 undanskilur varúðarfærslu innan vaxtaliðar að fjárhæð 550 milljónir króna vegna dómsmála.
- Virðisbreyting á fjáreignum var jákvæð um sem nam 406 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2025 samanborið við jákvæða virðisbreytingu sem nam 293 milljónum króna fyrir 9M24.
