Aðalfundur – Breytingartillögur, aðilar í framboði og skráning á fundinn


Aðalfundur Íslandsbanka hf. verður haldinn fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 16:00 á Grand hótel Reykjavík. Jafnframt er gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum. Atkvæðagreiðsla á fundinum fer eingöngu fram með rafrænum hætti.

Meðfylgjandi breytingartillaga við dagskrárlið 9, tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutum og samsvarandi breyting á samþykktum, hefur borist frá Gildi lífeyrissjóði. Breytingartillagan verður tekin fyrir á aðalfundinum undir viðkomandi dagskrárliði.

Meðfylgjandi er jafnframt tillaga er barst frá Ese79 ehf. en hún rúmast efnislega innan tillögu stjórnar að samþykktri óbreyttri starfskjarastefnu bankans.

Framboðsfrestur til stjórnar Íslandsbanka hf. rann út kl. 16:00 þann 12. mars 2022.

Finnur Árnason gefur kost á sér sem stjórnarformaður stjórnar Íslandsbanka.

Jafnframt  gefa eftirtaldir sex aðilar kost á sér sem til setu í stjórn Íslandsbanka:

  • Anna Þórðardóttir
  • Ari Daníelsson
  • Frosti Ólafsson
  • Guðrún Þorgeirsdóttir
  • Heiðrún Jónsdóttir
  • Tanya Zharov

Eftirfarandi tveir aðilar gefa kost á sér til setu í varastjórn Íslandsbanka:

  • Herdís Gunnarsdóttir
  • Páll Grétar Steingrímsson

Þar sem stjórn bankans skal skipuð sjö einstaklingum og tveimur til vara er ljóst að framangreindir aðilar eru sjálfkjörnir til áframhaldandi setu í stjórn bankans án sérstakrar atkvæðagreiðslu.

Til þess að hægt sé að tryggja tímanlega úrvinnslu á beiðnum hluthafa um aðgangsupplýsingar eru hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, beðnir um að skrá sig á heimasíðunni www.lumiconnect.com/meeting/islandsbanki, eigi síðar en kl. 16:00 þann 16. mars 2022.

Frekari upplýsingar um framangreinda aðila eru aðgengilegar í skýrslu tilnefninganefndar bankans á heimasíðu bankans þar sem jafnframt er að finna allar frekari upplýsingar varðandi aðalfundinn: www.islandsbanki.is/hluthafafundir