Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Að­al­fund­ur Íslandsbanka

Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 15.00


Fundurinn mun fara fram í höfuðstöðvum bankans, Norðurturni, Hagasmára 3, 201 Kópavogi og verður jafnframt aðgengilegur rafrænt. Hlekkur á vefstreymi verður sendur á fundargesti þegar nær dregur.

Vegna gildandi samkomutakmarkana vill Íslandsbanki hvetja fundargesti aðalfundar til að nýta vefstreymi í stað þess að mæta á fundarstað.

Dagskrá aðalfundar

  1. Setning fundar
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi bankans 2020
  3. Staðfesting ársreiknings fyrir árið 2020
  4. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar bankans á árinu 2020
  5. Kosning stjórnar- og varamanna
  6. Kosning endurskoðunarfélags
  7. Ákvörðun um laun til stjórnar fyrir næsta kjörtímabil
  8. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu
  9. Önnur mál

Fundurinn sem og fundargögn verða á íslensku.

Íslandsbanki er í eigu íslenska ríkisins. Bankasýsla ríkisins fer með stjórn eignarhlutans. Tillaga um kosningu til stjórnar bankans bíður tillögu Bankasýslu ríkisins þar að lútandi í samræmi við 7. gr. laga um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009.

Nánari upplýsingar:


Fjárfestatengsl


Senda póst