Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi eina tiltekna áramótahefð.
Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað. Hann er ýmist lagður inn í bankahólf eða undir koddann og markmiðið virðist vera að spara sér aur með því að láta láta skattframtalið líta þannig út að sem minnstar eignir séu til staðar.
En hefur þetta einhver raunveruleg áhrif? Lítum á nokkur atriði í þessu samhengi: