Viltu vita meira um sjóði?

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég er að kaupa í sjóði? Á þessum fræðslufundi verður farið yfir helstu atriði um sjóði og hvaða skref þarf að taka til að hægt sé að kaupa í sjóði. Meðal þess sem verður rætt á fundinum:

  • Yfirferð yfir sjóðaúrval Íslandssjóða, dótturfélag Íslandsbanka
  • Farið vel yfir lausafjársjóði og blandaða sjóði
  • Hvernig sjóðir virka
  • Upplýsingablöð sjóða og hvernig á að lesa úr þeim
  • Hvernig og hvar er hægt að kaupa í sjóði
  • Hvert er hægt að leita til að fá upplýsingar og ráðgjöf

Erindi flytja Arnar Friðriksson, verðbréfaráðgjafi í Verðbréfaráðgjöf Íslandsbanka og Katrín Kristinsdóttir, sérfræðingur í sjóðastýringu hjá Íslandssjóðum

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni. Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur.

Viðburður

17:30 - 18:30
Norðurturn 9.hæð

Höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni, 9. hæð

Þessi viðburður er liðinn