
Hvað viltu vita? Íbúðalán og tryggingar við fyrstu kaup
Hvernig eigum við að snúa okkur þegar kemur að fyrstu íbúðakaupum? Hvaða íbúðalán hentar mér og hvaða tryggingar þurfa að vera til staðar eftir að ég er orðinn fasteignaeigandi?
Á þessum fræðslufundi verður farið yfir mikilvæg atriði fyrir fyrstu kaupendur:
- Fyrstu kaupa lán
- Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum
- Munurinn á föstum og breytilegum vöxtum
- Hlutdeildarlán HMS
- Fyrir hverju þarftu að tryggja þig
- Mikilvægustu tryggingarnar
Erindi flytja Ingvar Ingvarsson, lánastjóri Húsnæðislánaþjónustu Íslandsbanka og Berglind Halla Elíasdóttir, sérfræðingur í þjónustuupplifun hjá VÍS.
Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni. Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur.