Hvernig íbúðalán hentar mér?

Hvaða íbúðalán hentar mér og hvernig eigum við að snúa okkur þegar kemur að íbúðalánum? Á þessum fræðslufundi verður farið yfir mikilvæg atriði tengd íbúðalánum. Meðal þess sem rætt verður á fundinum er:

  • Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum
  • Munurinn á föstum og breytilegum vöxtum
  • Kostnaður við að taka lán og endurfjármagna
  • Fyrstu kaup og hlutdeildarlán

Erindi flytja Magnea Sigríður Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri Húsnæðislánaþjónustu Íslandsbanka og Ingvar Ingvarsson, lánastjóri Húsnæðislánaþjónustu Íslandsbanka.

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni. Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur.

Viðburður

17:30 - 18:30
Norðurturn 9.hæð

Höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni, 9. hæð