
Grunnatriði í lestri ársreikninga
Hvernig get ég lesið upplýsingar úr ársreikningi mér til gagns? Á þessum fræðslufundi verður farið yfir helstu forsendur er varða reikningsskil og fyrstu skref við lestur ársreikninga. Loks verður litið á nokkrar kennitölur sem stuðst er við til að túlka efni og innihald reikningsskila.
Erindi flytur Jóhann Steinar Ingimundarson, sérfræðingur í lánastýringu Íslandsbanka.
Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni. Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur.
Viðburður
17:30 - 18:30
Norðurturn 9.hæð
Höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni, 9. hæð