Fjármálaheilsa unga fólksins

Viðburðinum hefur verið frestað!

Opinn fræðslufundur sem hentar sérstaklega þeim sem eru á aldrinum 13 til 16 ára.

Að sjálfsögðu bjóðum við alla velkomna að skrá sig óháð aldri og foreldrar eru velkomnir á svæðið.

Við vitum að við þurfum að spara, spurningin er bara hvernig best sé að byrja og hvert eigum við að snúa okkur?

  • Hvernig stíg ég fyrstu skrefin í sparnaði?
  • Hvernig held ég þetta út?
  • Hvernig veit ég hvaða sparnaður hentar mér?
  • Hvernig fæ ég yfirsýn yfir fjármálin mín?

Einnig verður farið yfir nokkuð góð ráð í tengslum við atvinnuumsóknir og hvernig er best að undirbúa sig fyrir fyrsta starfið.

  • Hvað er gott að hafa í huga þegar sótt er um vinnu?
  • Hvað þarf að koma fram á ferilskrá?

Boðið verður upp á veitingar og markmiðabók. Einnig verða ráðgjafar á svæðinu ef spurningar vakna.

Viðburður

18:00-19:00

Útibúið í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni

Þessi viðburður er liðinn