Fjármál við starfslok

Í tilefni LÝSU - rokkhátíðar samtalsins á Akureyri býður Íslandsbanki upp á fróðlegan fyrirlestur um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu varðandi fjármálahlið starfsloka.

Meðal þess sem rætt verður um er hvenær og hvernig sé best að taka út séreign og hefja úttekt lífeyris, greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar og áhrif skatta á lífeyristekjur.

Erindi flytur Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka.

Erindið verður haldið í Hamraborg, aðalsal menningarhússins Hofs á Akureyri

Viðburður

14:15-15:15

Menningarhúsinu Hofi á Akureyri - Hamraborg

Þessi viðburður er liðinn