Orlofs­reikningur

Inná orlofsreikning greiðir launagreiðandi ákveðinn hluta til viðbótar við heildarlaun hvers mánaðar sem greiðist svo til launþega inná ráðstöfunarreikning 11. maí á ári hverju.

Tegund reiknings
Verðtryggður
Útborgun vaxta
Árlega

Helstu eiginleikar


  • Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl og eiga allir þeir sem starfa í þjónustu annarra gegn launum rétt á orlofi og orlofslaunum.
  • Orlofsreikningur er verðtryggður innlánsreikningur og ber breytilega vexti samkvæmt vaxtatöflu bankans hverju sinni.
  •  Launagreiðandi getur óskað eftir því við bankann að stofnaður sé orlofsreikningur fyrir hvern launþega hjá honum sem greiða á orlof. Samhliða stofnun orlofsreiknings er skráður ráðstöfunarreikningur, sem notaður er til viðtöku orlofslauna.
  • Launþegi má taka út orlof utan orlofstíma í samráði við launagreiðanda og einnig á launþegi rétt á að fá orlof greitt ljúki hann störfum hjá viðkomandi launagreiðanda. Við slíkar aðstæður skal launþegi framvísa skriflegri yfirlýsingu frá launagreiðanda til bankans, sem afgreiðir útborgun orlofs.
  • Orlofsreikningar án innstæðu, sem staðið hafa óhreyfðir í meira en 18 mánuði eru eyðilagðir sjálfkrafa í kerfum bankans.

Nánari upplýsingar