Stuðningslán
Stuðningslán eru rekstrarlán ætluð einstaklingum eða fyrirtækjum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í Grindavík og hófu starfsemi fyrir 10. nóvember 2023.
Stuðningslán eru rekstrarlán ætluð einstaklingum eða fyrirtækjum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í Grindavík og hófu starfsemi fyrir 10. nóvember 2023.
Stuðningslán eru ætluð rekstraraðilum sem höfðu tekjur á bilinu 15 til 1.500 milljónir króna árið 2022 og hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40% tekjufalli m.v. skilgreint viðmiðunartímabil. Tekjur á 60 daga samfelldu tímabili frá 10. nóvember 2023 til 10. október 2024 hafi að minnsta kosti verið 40% lægra en á sama tímabili árið 2022.
Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar mun ríkissjóður ábyrgjast stuðningslán sem veitt verða fyrir 1. júní 2026. Gera þarf ráð fyrir a.m.k. tveggja vikna afgreiðslutíma.
Umsókn um stuðningslán skal beint til lánastofnunar sem samið hefur verið við um veitingu stuðningslána með ábyrgð ríkissjóð og umsækjandi er í mestum bankaviðskiptum við.