Stuðningslán

Stuðningslán eru rekstrarlán ætluð minni fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum áhrifum af faraldrinum.

Stuðningslán


Stuðningslán eru rekstrarlán ætluð fyrirtækjum sem höfðu tekjur á bilinu 9 til 1.200 milljónir króna árið 2019. Tekjur á 60 daga tímabili á árinu 2020 þurfa að vera a.m.k. 40% lægri en á sama 60 daga tímabili 2019 og launakostnaður þarf að hafa numið a.m.k. 10% af rekstrargjöldum ársins 2019. Lánin geta numið allt að 10% af tekjum fyrirtækja á árinu 2019. Hægt verður að sækja um stuðningslán til 25. maí 2021 en þau eru háð ýmsum skilyrðum.

Sækja um stuðningslán inná vef island.is.

Gott að vita

  • Stuðningslán geta numið allt að 40 milljónum á hvert fyrirtæki. Þau skiptast í stuðningslán með 100% ríkisábyrgð og viðbótarstuðningslán með 85% ríkisábyrgð.
  • Stuðningslán með 100% ríkisábyrgð getur að hámarki orðið 10 milljónir og ber sömu vexti og vextir af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabanka Íslands. Viðbótarstuðningslán með 85% ríkisábyrgð getur bæst við stuðningslán og getur að hámarki orðið 30 milljónir. Vextir á viðbótarstuðningsláni byggja á sama vaxtagrunni og stuðningslán að viðbættu álagi sem tekur mið af því að hluti lánsfjárhæðar er á ábyrgð ríkissjóðs.
  • Þegar sótt er um viðbótarstuðningslán óskar Íslandsbanki eftir viðbótargögnum frá umsækjanda.
  • Upplýsingar um alla lántakendur eru sendar til Seðlabanka Íslands sem sendir þær áfram til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar verður birtur listi yfir lántakendur og fjárhæð lána.

Samanburður


Hér fyrir neðan má sjá samanburð á stuðningsláni og viðbótarstuðningsláni.

Stuðningslán allt að 10 milljónum

Viðbótarstuðningslán allt að 30 milljónum

Lánstími allt að 30 mánuðum.

Lánstími allt að 4 árum.

Endurgreiðsla á sér stað með 12 jöfnum greiðslum og  hefst eftir 18 mánuði.

Endurgreiðsla á sér stað með 12-24 jöfnum greiðslum og hefst eftir 18-24 mánuði.

Óverðtryggt lán.

Óverðtryggt lán.

Lán ber sömu vexti og vextir af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabanka Íslands. Þann 7. júlí voru þeir 1,00%.

Lán ber fast vaxtaálag ofan á vexti stuðningsláns. Þann 7. júlí voru þeir 1,00% og leggst álagið ofan á þann vaxtagrunn. 

Lántökugjald er 2%.

Lántökugjald er 2% en þó aldrei hærra en krónur 200.000 af hverju láni.

Afgreiðslutími er 2-3 dagar en reikna má með lengri afgreiðslutíma til að byrja með.

Afgreiðslutími getur orðið a.m.k. tvær vikur en getur orðið lengri til að byrja með.

100% ríkisábyrgð.

85% ríkisábyrgð.

Spurt og svarað