Stuðn­ingslán

Stuðningslán eru rekstrarlán ætluð einstaklingum eða fyrirtækjum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í Grindavík og  hófu starfsemi fyrir 10. nóvember 2023.

Stuðn­ingslán


Stuðningslán eru ætluð rekstraraðilum sem höfðu tekjur á bilinu 15 til 1.500 milljónir króna árið 2022 og hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40% tekjufalli m.v. skilgreint viðmiðunartímabil. Tekjur á 60 daga samfelldu tímabili frá 10. nóvember  2023 til 10. október 2024 hafi að minnsta kosti verið 40% lægra en á sama tímabili árið 2022.

Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar mun ríkissjóður ábyrgjast stuðningslán sem veitt verða fyrir 1. júní 2026. Gera þarf ráð fyrir a.m.k. tveggja vikna afgreiðslutíma.

Umsókn um stuðningslán skal beint til lánastofnunar sem samið hefur verið við um veitingu stuðningslána með ábyrgð ríkissjóð og umsækjandi er í mestum bankaviðskiptum við.

Sækja um stuðningslán.

Gott að vita

  • Stuðningslán getur numið allt að 49 milljónum , en getur þó ekki orðið hærra en sem nemur 20%  af tekjum rekstraraðila á rekstrarárinu 2022.
  • Heildarlánstími er 72 mánuðir og greiðist á síðustu 36 mánuðum lánstímans
  • Stuðningslán bera sömu vexti og vextir af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabanka Íslands.
  • Forsenda fyrir veitingu stuðningslána er að rekstraraðilar hafi ekki greitt eigendum sínum arð frá 10. nóvember 2023 né annars konar greiðslur til nákominna, sem ekki eru nauðsynlegar til að viðhalda rekstrarhæfi rekstraraðila, og geri það ekki út líftíma stuðningslánsins.
  • Stuðningslán njóta 90% ríkisábyrgðar sem er einföld ábyrgð, sem þýðir að bankinn þarf að hafa leitt hefðbundnar innheimtuaðgerðir til lykta áður en hann getur gengið á ábyrgð ríkisins.

Spurt og svar­að