Við bjóðum aðgang að netbanka sem er sérsniðinn að þörfum húsfélaga og félagasamtaka. Í honum er hægt að framkvæma allar helstu aðgerðir sem gjaldkeri húsfélags þarf að sinna. Hér eru nokkur dæmi um slíkar aðgerðir:
- Greiða reikninga
- Stofna kröfur
- Breyta bókhaldslyklum
- Skipta um greiðendur
- Skoða yfirlit
- Skoða stöðu húsfélagsins og greiðenda
- Setja inn fastar endurteknar greiðslur, s.s. vegna ræstinga og launa gjaldkera
Gjaldkeri húsfélagsins getur sótt um netbanka í næsta útibúi Íslandsbanka.
Sækja ársyfirlit húsfélaga
Allar upplýsingar um ársyfirlit eru aðgengilegar í netbanka húsfélagsins.