Hús­félaga­þjónusta

Húsfélagaþjónusta Íslandsbanka sér um allt fjármálaumstang sem fylgir rekstri húsfélagsins. Í gegnum netbankann fæst góð yfirsýn yfir fjármál og rekstur. Húsfélögum býðst ókeypis mánaðargjald fyrstu sex mánuðina (sbr. lið 11.12 í verðskrá).

Hvernig getum við aðstoðað?

 • Stofna húsfélag

 • Nýr gjaldkeri

 • Breyta um greiðendur

 • Breyta gjöldum

 • Innheimta

 • Sækja ársyfirlit

 • Framkvæmdalán

 • Netbanki

 • Hlutverk gjaldkera

 • Úr lögum um fjöleignarhús

Stofna húsfélag


Til þess að stofna til viðskipta við Íslandsbanka og skrá húsfélag þarf gjaldkeri að koma í næsta útibú Íslandsbanka. Gjaldkeri og formaður þurfa að hafa skönnuð skilríki hjá Íslandsbanka.

Ekki fara fýluferð, þú þarft að hafa þetta með þér:

 • Kennitölu húsfélags Ef engin kennitala er skráð á húsfélagið er sótt um nýja kennitölu hjá Ríkisskattstjóra. Umsóknareyðublað RSK er að finna hér og er hægt að koma því til RSK, senda í pósti til RSK eða skanna inn og senda í tölvupósti á fyrirtaekjaskra@rsk.is.
 • Útfyllt umsóknareyðublað um ný viðskipti
 • Lögleg skilríki
 • Stjórnarkjörseyðublað Hafið í huga að boða löglega til aðalfundar (með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara). Margir láta fundarboðið fylgja með fylgigögnum. Ef íbúðir eru færri en sex þarf undirskrift frá öllum á aðalfundi. Ef íbúðir eru sex eða fleiri nægir að meirihluti þinglýstra eigenda skrifi undir.

Stofna reikninga

Gjaldkeri geta stofnað reikning og netbanka hjá bankanum en afrit af skönnuðum skilríkjum bæði gjaldkera og formanns þarf að taka með.

Mælt er með því að stofna tvo reikninga: einn fyrir daglegan rekstur og einn sparnaðarreikning sem þjónar hlutverki framkvæmdasjóðs/hússjóðs. Skoða sparnaðarreikninga hér.

Breytingar


Nýr gjaldkeri húsfélags

Þegar nýr gjaldkeri tekur við húsfélagi þarf að fylla út stjórnarkjörseyðublað og koma með í útibú.

Breyta um greiðendur

Þegar skrá þarf nýja greiðendur í húsfélagi nægir að senda útfyllt eyðublað (tilkynning um greiðendur) með tölvupósti frá viðurkenndu tölvupóstfangi gjaldkera á husfelag@islandsbanki.is

Breyta gjöldum

Gjaldkeri húsfélags getur breytt gjöldum með því að senda tölvupóst frá viðurkenndu tölvupóstfangi gjaldkera eða formanns á husfelag@islandsbanki.is.

Reiknaðu út skiptingu á gjöldum, bæði út frá eignarprósentu og kostnaði sem skiptist jafnt.

Lán


Íslandsbanki býður húsfélögum lán vegna framkvæmda sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Í boði eru bæði skammtíma- og langtímalán allt eftir þörfum húsfélagsins. Hafa ber í huga að því styttri sem endurgreiðslutíminn er því lægri verður heildarkostnaður lánsins.

Nauðsynlegt er að koma með undirritaða umsókn um lán húsfélags (og gildir sama undirritunarregla og í stjórnarkjöri).

Umsókn um lán húsfélags

Innheimta


Innheimtuþjónusta Íslandsbanka tryggir hagræði við innheimtu krafna og dráttarvaxta sem sparar húsfélaginu bæði tíma og innheimtukostnað. Bankinn sér um að skrá kröfur, prenta greiðsluseðla, senda þá út og koma þeim til innheimtufyrirtækis í frekari innheimtu að beiðni gjaldkera gerist þess þörf. Mögulegt er að skoða yfirlit krafna í netbanka húsfélagsins.

Eyðublað - Beiðni um lögfræðiinnheimtu vegna ógreiddra húsfélagskrafna

Netbanki


Við bjóðum aðgang að netbanka sem er sérsniðinn að þörfum húsfélaga og félagasamtaka. Í honum er hægt að framkvæma allar helstu aðgerðir sem gjaldkeri húsfélags þarf að sinna. Hér eru nokkur dæmi um slíkar aðgerðir:

 • Greiða reikninga
 • Stofna kröfur
 • Breyta bókhaldslyklum
 • Skipta um greiðendur
 • Skoða yfirlit
 • Skoða stöðu húsfélagsins og greiðenda
 • Setja inn fastar endurteknar greiðslur, s.s. vegna ræstinga og launa gjaldkera

Gjaldkeri húsfélagsins getur sótt um netbanka í næsta útibúi Íslandsbanka.

Sækja ársyfirlit húsfélaga

Allar upplýsingar um ársyfirlit eru aðgengilegar í netbanka húsfélagsins.

Hlutverk gjaldkera


Hlutverk gjaldkera í húsfélagi er mjög mikilvægt. Hann þarf að vera tengiliður húsfélagsins við bankann en þar að auki lenda á hans herðum ýmis önnur verkefni. Sem dæmi um slík verkefni má nefna:

 • Vera tengiliður milli bankans og íbúa húsfélagsins. Í því felst m.a. að sjá um öll samskipti við bankann, t.d. þegar greiða þarf reikninga eða skipta þarf um nöfn á greiðendum.
 • Setja upp greiðsluáætlun fyrir árið í samræmi við áætlaðan kostnað ársins eins og hita, rafmagn, viðhald eða annan kostnað sem til fellur.
 • Yfirfara reikningsyfirlit og gögn frá bankanum.
 • Undirrita yfirlýsingar til fasteignasala vegna sölu á íbúðum.
 • Undirbúa gögn fyrir aðalfundi í samvinnu við stjórn húsfélagsins.
 • Greiða aðra tilfallandi reikninga, þ.e. þá sem ekki eru reglulegir.

Úr lögum um fjöleignarhús


 • Mikilvægt er að boða til aðalfundar með löglegum hætti. Ef þess er ekki gætt er hætt við að ákvarðanir sem teknar eru á húsfundi séu ekki löglegar.
 • Stjórn skal boða skriflega og með sannanlegum hætti til aðalfundar með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Búi félagsmaður ekki í húsinu verður hann að tilkynna húsfélaginu um heimilisfang sem senda skal fundarboð til óski hann eftir að fá það í hendur.
 • ¼ hluti félagsmanna, annað hvort m.v. fjölda eða eignarhluta, getur skriflega óskað eftir almennum fundi og skulu þeir jafnframt tiltaka þau málefni sem óskast rædd og tekin fyrir og afgreidd.
 • Öll fjöleignarhús með 7 eða fleiri íbúðir skulu kjósa sérstaka stjórn með a.m.k. þremur mönnum. Einn þeirra er formaður sem kosinn skal sérstaklega.
 • Allir eigendur og aðeins þeir eru félagsmenn í húsfélagi viðkomandi fjöleignarhúss, sbr. 47. gr. Réttindi og skyldur til þátttöku í húsfélagi eru órjúfanlega tengdar eignarrétti að einstökum eignarhlutum. Enginn eigandi getur synjað þátttöku í húsfélagi eða sagt sig úr því nema með sölu eignarhluta síns.
 • Stjórn skal sjá um að bókhald sé fært og haldið á réttan og fullnægjandi hátt.
 • Æðsta vald í málefnum húsfélagsins er í höndum almenns fundar þess, húsfundar.
 • Stjórn húsfélags er rétt og skylt að taka hvers kyns ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu vegna sameignarinnar.
 • Ábyrgð eigenda út á við gagnvart kröfuhöfum húsfélagsins á sameiginlegum skyldum og skuldbindingum er persónuleg (með öllum eignum þeirra) og eru þeir ábyrgir einn fyrir alla og allir fyrir einn (in solidum). Ábyrgð eigenda er einnig bein, en þó skal kröfuhafi, áður en hann beinir kröfu að einstökum eiganda, fyrst reyna að fá hana greidda af húsfélaginu. Fáist ekki, þrátt fyrir innheimtutilraunir, greiðsla frá því innan 30 daga frá því að þær hófust getur kröfuhafi leitað fullnustu fyrir allri kröfunni hjá eigendum, einum eða fleirum. Um húsfélög gilda lög um fjöleignarhús nr. 26 frá 6. apríl 1994.