Samkeppni og eignarhlutir
Hér er hægt að lesa sér til um samkeppnisréttaráætlun Íslandsbanka, eignarhluti og sáttir.
Hér er hægt að lesa sér til um samkeppnisréttaráætlun Íslandsbanka, eignarhluti og sáttir.
Íslandsbanka er heimilt samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki að yfirtaka tímabundið eignarhluti í fyrirtækjum í óskyldum rekstri vegna endurskipulagningar þeirra eða til fullnustu kröfu.
Markmið samkeppnisréttaráætlunarinnar er að starfsfólk bankans þekki og fylgi samkeppnislögum. Með viðeigandi þekkingu og markvissri fylgni við áætlunina er komið í veg fyrir hugsanleg samkeppnislagabrot í starfseminni.
Íslandsbanki og Samkeppniseftirlitið hafa gert með sér eftirfarandi sáttir í samræmi við 17. gr. f. samkeppnislaga nr. 44/2005.
30. apríl 2015
Með ákvörðun nr. 8/2015 gerðu Íslandsbanki hf. og Samkeppniseftirlitið með sér sátt til breytingar á skipulagi og framkvæmd á greiðslukortamarkaði. Með sáttinni féllst Íslandsbanki á að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir sem eru til þess fallnar að efla samkeppni. Megintilgangur sáttarinnar er að stuðla að aukinni hagkvæmni í greiðslukortaþjónustu með því að skapa grundvöll fyrir sterkara aðhald viðskiptavina, að stuðla að samkeppnislegu jafnræði keppinauta á sviði færsluhirðingar og greiðslukortaútgáfu, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum í starfsemi fjármálafyrirtækja á greiðslukortamarkaði og að öðru leyti stuðla að virkari samkeppni á sviði kortaútgáfu og færsluhirðingar.
4. júlí 2017
Með ákvörðun nr. 25/2017 gerðu Íslandsbanki hf. og Samkeppniseftirlitið með sér sátt til þess að efla samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu. Þær aðgerðir sem kveðið er á um í sáttinni miða einkum að því að draga úr kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar skipt er um viðskiptabanka, stuðla að virkara samkeppnisaðhaldi af hálfu einstaklinga og lítilla fyrirtækja með þeim sem veita viðskiptabankaþjónustu á Íslandi og vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir þögla samhæfingu á markaði fyrir viðskiptabankaþjónustu.