Húsfélagaþjónusta
Húsfélagaþjónustan okkar tryggir hagræði við innheimtu krafna og dráttarvaxta sem sparar húsfélaginu bæði tíma og innheimtukostnað. Við erum staðsett í útibúinu í Norðurturni og útibúum á landsbyggðinni.
Húsfélagaþjónustan okkar tryggir hagræði við innheimtu krafna og dráttarvaxta sem sparar húsfélaginu bæði tíma og innheimtukostnað. Við erum staðsett í útibúinu í Norðurturni og útibúum á landsbyggðinni.
Áður en sótt er um lán er nauðsynlegt að koma með yfirlýsingu vegna lántöku (pdf) undirritaða af íbúum ásamt undirritaðri fundargerð þar sem lánið var samþykkt ásamt tilboði í verkið.
Við bjóðum lán vegna framkvæmda sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Í boði eru bæði skammtíma- og langtímalán allt eftir þörfum húsfélagsins. Hafa ber í huga að því styttri sem endurgreiðslutíminn er því lægri verður heildarkostnaður lánsins
Bókaðu tíma hjá ráðgjafa eða sendu fyrirspurn á husfelag@islandsbanki.is
Við bjóðum húsfélögum græna fjármögnun á hleðslustöðvum sem keyptar eru af viðurkenndum söluaðilum og uppsetningum þeirra. Margir kostir eru í boði hjá söluaðilum um kaup og leigu hleðslustöðva, sjá yfirlit hér.
Lánstími er að hámarki 5 ár. Bókaðu tíma hjá ráðgjafa eða sendu póst á husfelag@islandsbanki.is
Einnig bjóðum við einstaklingum græna fjármögnun á hleðslustöðvum. Kynntu þér málið hjá Ergo.
Öll húsfélög þurfa að hafa kennitölu. Ef húsfélagið er nú þegar með kennitölu getur þú farið strax í skref 2. Ef ekki, þarf að ganga frá því hjá RSK, sjá nánar á vef RSK.
Á meðfylgjandi lista er hægt að nálgast upplýsingar um þau eyðublöð sem þarf að skila inn þegar stofnað er til viðskipta.
Skilar inn frumritum af eyðublöðum og hefur meðferðis viðurkennd skilríki. Stjórn þarf að eiga skönnuð löggild skilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini) í kerfi bankans, hægt er að koma í hvaða útibú sem er til þess að skanna inn skilríki. Einnig er hægt að sanna á sér deili hér ef viðkomandi er með rafræn skilríki. Íbúðareigandi sem á yfir 25% þarf einnig að eiga skönnuð skilríki eða sanna á sér deili með rafrænum skilríkjum.
Netbankinn er sérsniðinn að þörfum húsfélagsins. Í honum er hægt að framkvæma allar helstu aðgerðir sem gjaldkerinn þarf að sinna.
Ef aðrir í stjórn eiga að vera með aðgang í netbanka þarf að koma með umboð með undiritun stjórnar ásamt fundargerð.
Gjaldkerinn þarf meðal annars að:
Húsfélögum ber að halda löglega boðaðan húsfund (með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara) einu sinni á ári. Á þessum húsfundi þarf að fylla út ný stjórnarkjör þrátt fyrir að engar breytingar hafi orðið á stjórn húsfélagsins. Frumrit þarf að berast bankanum ásamt afrit af undirritaðri fundargerð.
Hér eru nokkur atriði sem gætu svarað þínum spurningum. Þú getur líka rætt við ráðgjafa á netspjallinu eða hringt í ráðgjafaverið. Við svörum um hæl.