Niðurstöður hluthafafundar Íslandsbanka hf. 28. júlí 2023


Hluthafafundur Íslandsbanka hf. var haldinn föstudaginn 28. júlí 2023, kl. 11:00, í fundarsalnum Gullteig á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 28, 105 Reykjavík. Jafnframt var gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum.

Eftirfarandi eru niðurstöður fundarins:

1. Umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni.
Finnur Árnason, fráfarandi stjórnarformaður Íslandsbanka fór yfir viðbrögð stjórnar bankans í kjölfar útboðsins, niðurstöðu skýrslu innri endurskoðanda, fjármálaeftirlitsins og málsmeðferð.
Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, fór yfir úrbótaáætlun sem er órjúfanlegur hluti sáttar bankans við fjármálaeftirlitið.

2. Kosning stjórnar, varastjórnar bankans og formanns stjórnar
Í samræmi við grein 4.4. í samþykktum Íslandsbanka fór kosning stjórnar fram sem margfeldiskosning. Eftirfarandi aðilar voru kjörnir í stjórn Íslandsbanka:

  • Agnar Tómas Möller
  • Anna Þórðardóttir
  • Haukur Örn Birgisson
  • Helga Hlín Hákonardóttir
  • Linda Jónsdóttir
  • Frosti Ólafsson
  • Stefán Pétursson

Linda Jónsdóttir var kjörin formaður stjórnar.

Varamenn í stjórn Íslandsbanka eru:

  • Herdís Gunnarsdóttir
  • Páll Grétar Steingrímsson

3. Önnur mál
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 12:48.

Nánari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl – Bjarney Anna Bjarnadóttir, ir@islandsbanki.is
Samskiptastjóri – Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.is

Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýn um að skapa virði til framtíðar með því að veita framúrskarandi þjónustu, vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings. Hlutabréf bankans eru skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.

Fylgiskjöl