Leiðbeiningar um stofnun, breytingu og niðurfellingu kröfu í netbankanum.


Stofnun

Til að byrja með velur þú„Kröfur & kröfuskrár“ undir "Innheimta".
Þegar á þessa síðu er komið velur þú „Ný krafa“ sem er efst á skjánum til hægri.

Þá opnast þessi gluggi.

  • Velja kröfusnið.
  • Ekki er nauðsynlegt að skrá inn kröfunúmer.
  • Nóg er að setja inn upphæð en möguleiki er á að setja inn nokkra kröfuliði með upphæð.
  • Gjalddagi og eindagi eru skilyrtir en niðurfellingadagur kemur sjálfkrafa eftir 4 ár en því má breyta.
  • Þegar búið er að bæta við skrá og staðfesta þá er krafan stofnuð og birtist í netbanka.

Breyting og niðurfelling

Ef fella á niður eða breyta kröfu þá er hægt að gera það með því að opna kröfuna og velja punktana þrjá hægra megin á skjánum.

  • Þegar valin er takkinn "Breyta" þá opnast krafan og þau svæði í kröfunni sem hægt er að breyta.
  • Þegar valið er að fella niður kröfu þá kemur upp staðfestingar gluggi um hvort þú sért viss um að fella niður kröfuna.
  • Hægt er að senda kröfur handvirkt í milliinnheimtu með því að velja milliinnheimtu, einungis ef kröfuhafi er með samning við milliinnheimtuaðila sem búið er að upplýsa bankann um. Þegar þú hefur valið milliinnheimtu þá kemur upp staðfestingargluggi.