Sjálfvirk ákvarðanataka


Fyrirgreiðslur

Þegar þú óskar eftir láni hjá bankanum s.s. Láni fyrir þig, greiðsludreifingu kreditkorta, bílaláni Ergo, yfirdráttar- eða kreditkortaheimild eða öðrum fyrirgreiðslum í gegnum stafrænar lausnir okkar eða vefsíðu, byggist ákvörðun um hvort unnt sé að veita þér fyrirgreiðslu á sjálfvirkri gagnavinnslu lánshæfis- eða, ef við á, greiðslumats.

Við gerð mats er m.a. litið til tekna, framfærslukostnaðar, viðskipta- og greiðslusögu þinnar hjá bankanum, eigna- og skuldastöðu, lýðupplýsinga og upplýsinga frá fjárhagsupplýsingastofu (www.creditinfo.is) s.s. vanskilaskráninga og skýrslu um lánshæfi. Eins og við á er einnig litið til annarra þátta sem skipt geta máli við ákvarðanatökuna s.s. veðhlutfalls, lögræðis, hvort til staðar er gild áreiðanleikakönnun og annarra upplýsinga sem við biðjum þig um að veita. 

Hafir þú sótt um Lán fyrir þig byggist ákvörðun um hvaða viðskiptakjör þú hlýtur einnig á sjálfvirkri gagnavinnslu lánshæfismats, sjá nánar í vaxtatöflu sem aðgengileg er á vefsíðunni okkar.

Stofnun bankareikninga

Afgreiðsla á umsóknum um stofnun bankareikninga sem gerðar eru í gegnum stafrænar lausnir okkar og vefsíðu fer fram með sjálfvirkri ákvarðanatöku sem byggist á almennum skilyrðum s.s. kennitölu og aldri. Ákvörðunin byggist einnig á því hvort til staðar er gild áreiðanleikakönnun sem framkvæmd er vegna laga um varnir gegn peningaþvætti. Athugið að ákvarðanir um neitun viðskipta t.d. vegna skilyrða í tengslum við peningaþvættisvarnir eru ávallt yfirfarnar af starfsmanni. 

Endurskoðun ákvörðunar

Þessi vinnsla persónuupplýsinga er forsenda samnings okkar á milli en þú átt alltaf rétt á að láta skoðun þína í ljós, vefengja ákvörðunina og óska eftir að starfsmaður yfirfari hana með því að hafa samband við bankann annað hvort í síma 440-4000 eða í gegnum öruggt netspjall. 

Sjá nánar um vinnslu persónuupplýsinga hér og skilmála stafrænna lausna hér.