Panta gjafakort


Hér fyllir þú út form fyrir gjafakortspöntun og við munum hafa samband í kjölfarið til þess að klára pöntunarferlið. Afgreiðslutíminn er um 3-5 virkir dagar.

  • Þú færð kortið í fallegum gjafaumbúðum og þarft ekki að gera annað en að velja upphæðina. 
  • Viðskiptavinir Íslandsbanka geta keypt gjafakort og þarf kaupandi að hafa svarað áreiðanleikakönnun.
  • Gjafakort er gilt fyrir alla innlenda verslun.
  • Gjafakort er gilt hjá mörgum innlendum og erlendum netverslunum.
  • Sé fyrirtæki að kaupa gjafakort þurfa stjórnarmeðlimir og prókúruhafi að hafa auðkennt sig svo hægt sé að klára afgreiðslu.
  • Gjafakort kostar 500 kr en meðlimir Vildarþjónustu fá 50% afslátt af verðinu.

Á bankanum hvílir lagaskylda að þekkja viðskiptavini sína sbr. lög nr. 140/2018. Með því að reyna uppfylla þá kröfu eru viðskiptavinir beðnir um að svara áreiðanleikakönnun þegar þeir stofna reikning, taka lán, kaupa gjafakort o.s.frv. Á þetta bæði við um einstaklinga sem og lögaðila.

Hjá lögaðilum þurfa stjórnarmenn, framkvæmdarstjóri og prókúruhafi og þeir eigendur sem eiga meira en 25% í lögaðilanum að hafa sannað á sér deili með löggildum skilríkjum (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini, þá er einnig hægt að sanna á sér deili með rafrænum skilríkjum ) áður en t.d. keypt er gjafakort fyrir lögaðila.

Skilmálar gjafakorts (pdf)