Kvittanir í bókhaldið - Leiðbeiningar
Hér má finna leiðbeiningar fyrir kvittanir í bókhaldið
Leiðbeiningar: Í appinu
- Korthafi opnar Íslandsbankaappið.
- Smellir á "Skoða kort" á það kort sem færslan fór fram á. Þá birtist listi yfir kortafærslur.
- Smellt er á þá færslu sem ætlað er að bæta kvittun við.
- Smellt er á hnappinn "Kvittun" og þar velurðu að taka mynd eða hlaða upp mynd.
- Þar er einnig hægt að flokka færsluna og skrifa athugasemd um færsluna.
Leiðbeiningar: Í netbanka
- Innskráning í netbanka.
- Smellt er á „Fjárhagur“ og síðan á „Útgjöld“. Þá birtist listi yfir kort og korthafa sem að eru skráðir á viðkomandi.
- Á yfirlitssíðunni yfir kortin geturðu hlaðið niður öllum færslum fyrir kortin sem birtast, þú gerir það með því að smella á 'Hlaða niður' takkann sem örin bendir á.
- Smellt er á það kort sem óskað er eftir að sjá færslur fyrir.
- Þá birtist listi yfir allar færslur á kortinu sem var valið.
- Ef smellt er á tiltekna færslu sést viðhengi og aðrar upplýsingar sem korthafi hefur hengt við færsluna í appinu hjá sér, svosem upplýsingar um tiltekið verkefni eða mynd af kvittun.
Spurt og svarað
Hvar finn ég þessa lausn?
Hvernig fæ ég aðgang að lausninni sem korthafi?
Hvernig fæ ég aðgang að lausninni sem bókari?
Hvernig skjöl er hægt að hengja við færsluna?
Hvað gerist ef sett er mynd af rangri kvittun?
Hvernig eru flokkar skilgreindir?
Er hægt að flytja gögnin yfir í hvaða bókhaldskerfi sem er?
Hvað ef mistök eiga sér stað við flokkun?
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir kvittanir týnist?
Er hægt að sérsníða flokka fyrir útgjöld?
Er hægt að smíða sérlausnir ofan á lausnina?
Er hægt að fylgjast með útgjöldum í rauntíma?
Hvernig eykur virknin nákvæmni í bókhaldi?
Hvað eru gögnin geymd lengi?