Kvittanir í bókhaldið - Leiðbeiningar

Hér má finna leiðbeiningar fyrir kvittanir í bókhaldið


Leiðbeiningar: Í appinu

  1. Korthafi opnar Íslandsbankaappið.
  2. Smellir á "Skoða kort" á það kort sem færslan fór fram á. Þá birtist listi yfir kortafærslur.
  3. Smellt er á þá færslu sem ætlað er að bæta kvittun við.
  4. Smellt er á hnappinn "Kvittun" og þar velurðu að taka mynd eða hlaða upp mynd.
  5. Þar er einnig hægt að flokka færsluna og skrifa athugasemd um færsluna.

Leiðbeiningar: Í netbanka

  1. Innskráning í netbanka.
  2. Smellt er á „Fjárhagur“ og síðan á „Útgjöld“. Þá birtist listi yfir kort og korthafa sem að eru skráðir á viðkomandi.
  3. Á yfirlitssíðunni yfir kortin geturðu hlaðið niður öllum færslum fyrir kortin sem birtast, þú gerir það með því að smella á 'Hlaða niður' takkann sem örin bendir á.

  1. Smellt er á það kort sem óskað er eftir að sjá færslur fyrir.
  2. Þá birtist listi yfir allar færslur á kortinu sem var valið.
  3. Ef smellt er á tiltekna færslu sést viðhengi og aðrar upplýsingar sem korthafi hefur hengt við færsluna í appinu hjá sér, svosem upplýsingar um tiltekið verkefni eða mynd af kvittun.

Spurt og svar­að