Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Bankinn tekur þátt í stórum sem smáum verkefnum þar sem fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru höfð að leiðarljósi en þau eru: aðgerðir í loftslagsmálum, jafnrétti kynjanna, menntun fyrir alla og nýsköpun og uppbygging.


Heimsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Með henni er einnig leitast við að stuðla að friði um gjörvallan heim og þar með auknu frelsi. Með markmiðunum er leitast við að byggja á þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ljúka því sem ekki náðist með þeim. Markmiðin eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu.

Bankinn hefur meðal annars látið til sín taka í baráttunni við fátækt, heimsmarkmið 1, í jafnréttismálum, heimsmarkmið 5, markmið 13 og 15 tengjast mjög vinnu bankans í loftslagsmálum og samningi við Votlendissjóðinn til kolefnisjöfnunar og 9. markmiðið tengist vinnu bankans á frumkvöðlastiginu.

Sameiginleg norræn áætlun

Íslandsbanki gerðist aðili að Nordic Ceo’s for sustainable future  á síðasta ári sem eru samtök stórra fyrirtækja á Norðurlöndunum sem mun vinna sameiginlega að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

„Við erum stolt af því að vinna með þessum hópi að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nýta slagkraft fyrirtækja á Norðurlöndunum sem standa framarlega í heiminum þegar kemur að samfélagsábyrgð. Við í Íslandsbanka höfum um langt skeið lagt mikla áherslu á jafnréttismál, innan sem utan bankans, sem er heimsmarkmið númer fimm. Við finnum að það er horft mikið til árangursins sem náðst hefur á Íslandi í jafnréttismálum og við munum halda þeirri umræðu áfram á lofti.“segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Nánar.