Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Bankinn tekur þátt í stórum sem smáum verkefnum þar sem fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru höfð að leiðarljósi en þau eru: menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og uppbygging aðgerðir í loftslagsmálum


Heimsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Með henni er einnig leitast við að stuðla að friði um gjörvallan heim og þar með auknu frelsi. Með markmiðunum er leitast við að byggja á þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ljúka því sem ekki náðist með þeim. Markmiðin eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu.

Heimsmarkmiðin virka sem ein heild og styður Íslandsbanki við þau öll. Hins vegar til að skerpa á áherslum sínum hefur bankinn valið að styðja sérstaklega við fjögur þeirra:

  • nr. 4 menntun fyrir alla
  • nr. 5 jafnrétti kynjanna
  • nr. 9 nýsköpun og uppbyggingu
  • nr. 13 aðgerðir í loftslagsmálum

Íslandsbanki styður góð málefni í nærumhverfi sínu og á alþjóðavísu, ýmist með beinum styrkjum eða í gegnum samstarf. Leitast er við að styðja sérstaklega við málefni sem hafa skýra tengingu við þau fjögur heimsmarkmið SÞ sem bankinn hefur valið að leggja sérstaka áherslu á.