Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Vörum við fölskum smáskilaboðum (SMS)

Við vörum við fölskum smáskilaboðum (SMS) sem hafa verið að berast viðskiptavinum.


Skilaboðin líta út eins og skilaboð frá Íslandsbanka sem leiðir fólk á sviksamlega innskráningarsíðu þar sem fólk er beðið um að skrá sig inn í netbankann.

Ef þú hefur óvart ýtt á hlekkinn hafðu þá samband við ráðgjafaver Íslandsbanka í síma 440 4000, sem er opið í síma frá klukkan 9-16 og netspjalli frá 9-16 alla virka daga. Utan opnunartíma er hægt að hafa samband við neyðarþjónustu Íslandsbanka í síma 440 4000.

Lesa meira um netöryggi