Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Velkomin í vöfflukaffi

Föstudaginn 3. nóvember flytjum við okkur um heila 30 metra á Dalbrautinni og af því tilefni bjóðum við í vöfflukaffi. Fjölbreytt fræðsludagskrá í heila viku og glaðningur fyrir yngstu börnin.


Mánudagur 6. nóvember

Fjármál við starfslok kl. 17:00 í Tónlistarskólanum

Magnea Gísladóttir, lífeyrisráðgjafi hjá Íslandsbanka. Meðal þess sem rætt verður um er:

  • Hvenær og hvernig er best að sækja lífeyri og séreignarsparnað?
  • Skattamál
  • Skipting lífeyris með maka
  • Greiðslur og skerðingar

Þriðjudagur 7. nóvember

App kennsla í útibúinu

  • Við bjóðum aðstoð með Íslandsbankaappið, netbankann og hraðbankann

Miðvikudagur 8. nóvember

Ráðgjöf og kynning

  • Ráðgjöf og kynning á sjóðum og eignastýringu í útibúinu

Fimmtudagur 9. nóvember

Efnahagsfundur kl. 17:00 í Tónlistarskólanum

  • Þjóðhagsspá Íslandsbanka: Lygnari sjór eftir öldurót
  • Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka
  • Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur Íslandsbanka

Hlökkum til að sjá ykkur!

Starfsfólk Íslandsbanka á Akranesi