Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Viðskiptavinir opni ekki sviksamlega pósta

Íslandsbanki biður viðskiptavini sína um að opna ekki tölvupósta sem sendir hafa verið í nafni Valitors, Mastercard, VISA og JCB eða smella á hlekki póstsins.


Íslandsbanki biður viðskiptavini sína um að opna ekki tölvupósta sem sendir hafa verið í nafni Valitors, Mastercard, VISA og JCB eða smella á hlekki póstsins. Tölvupósturinn tilkynnir móttakanda sínum að kortið hans þurfi ýmist að virkja eða endurnýja kort sitt en um falskar upplýsingar eru að ræða og því mikilvægt að bregðast ekki við hvorki með því að smella á hlekki eða gefa upp upplýsingar.