Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,16% í júlí skv. nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga stendur í stað á milli mánaða og mælist 4,3%. Verðbólga m.v. VNV án húsnæðis mælist 3,4% undanfarna 12 mánuði.
Mæling júlímánaðar er yfir okkar spá, en við spáðum 0,1% hækkun VNV milli mánaða. Það helsta sem skilur á milli okkar spár og mælingar Hagstofu er húsnæðisliðurinn sem hækkaði umfram það sem við gerðum ráð fyrir. Auk þess lækkaði matvöruliðurinn töluvert milli mánaða en við höfðum gert ráð örlítilli hækkun í þeim lið.