Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,13% í nóvember skv. nýbirtum tölum Hagstofunnar. Verðbólga mælist nú 2,7% en var 2,8% í október. Verðbólga hefur ekki mælst minni í rúmt ár. Miðað við VNV án húsnæðis mælist 2,4% verðbólga undanfarna 12 mánuði.
Mæling nóvembermánaðar er í samræmi við okkar spá. Við spáðum 0,1% hækkun VNV milli mánaða en spár hljóðuðu ýmist upp á 0,1% hækkun eða óbreytta VNV. Flestir undirliðir þróuðust í takti við spá okkar og fátt sem kemur okkur á óvart.