Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Tryggingaskilmálar kreditkorta uppfærðir  

Helstu breytingar eru þær að bótafjárhæðir sjúkratrygginga hækka fyrir öll kort í núverandi kortaframboði bankans.


Tryggingaskilmálar kreditkorta Íslandsbanka hafa nú verið uppfærðir. Helstu breytingar eru þær að bótafjárhæðir sjúkratrygginga hækka fyrir öll kort í núverandi kortaframboði bankans. Bótafjárhæð hækkar úr 2 milljónum í 6 milljónir fyrir Almennt kort með tryggingum á meðan bótafjárhæðin hækkar úr 8 milljónum í 16 milljónir fyrir Gullkort, Viðskiptakort Gull, Platinum kort, Innkaupakort ríkisins, Viðskiptakort Platinum og Classic/Platinum/Premium Icelandair kortin. Samhliða þessu hafa ýmis ákvæði í skilmálum kortanna verið uppfærð og orðalagi breytt. Þær breytingar eru ekki metnar umfangsmiklar heldur er þar verið að skerpa á orðalagi til að gera þau ákvæði sem skýrust.

Við hvetjum korthafa að kynna sér nýju skilmálana á vef Vís og hafa samband við okkur ef það eru einhverjar spurningar.