Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Þjóðhagsspá Íslandsbanka - Lægð í lofti

Eftir myndarlegt vaxtarskeið er nú hafinn tími samdráttar í íslensku hagkerfi. Útlit er fyrir 0,7% samdrátt VLF á árinu 2019 og á samdráttur í ferðaþjónustu og minnkandi fjárfesting atvinnuvega þar stærstan hluta að máli.


Á næsta ári gerum við ráð fyrir fremur hægum hagvexti, eða 1,5%, drifnum af einkaneyslu og fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og innviðum. Meiri kraftur færist svo í vöxtinn árið 2021 að mati okkar en þá spáum við 2,7% vexti eftir því sem meiri þróttur færist í fjárfestingu atvinnuvega og útflutning á nýjan leik.

Sækja skýrslu

Stiklað á stóru

  • Samdráttarskeið er hafið í hagkerfinu eftir langan uppgangstíma. Við spáum 0,7% samdrætti VLF í ár, en 1,5% hagvexti árið 2020 og 2,7% vexti árið 2021.

  • Útflutningur verður fyrir talsverðu höggi í ár, fyrst og fremst vegna samdráttar í ferðaþjónustu en einnig vegna loðnubrests. Útflutningur dregst saman um rúmlega 5% í ár og stendur nánast í stað árið 2020.

  • Viðskiptaafgangur hverfur á spátímanum. Við gerum ráð fyrir að afgangur verði tæplega 2% af VLF árið 2019, en einungis 0,2% af VLF árið 2021.

  • Verðbólga hefur náð hámarki og sjatnar hægt og rólega á komandi fjórðungum. Spáð er  3,2% meðalverðbólgu á þessu ári, en 2,9% í lok spátímans.

  • Kaupmáttur launa vex hægt í ár en hraðar þegar frá líður. Vöxturinn verður 1,7% í ár en 2,6% árið 2021

  • Atvinnuleysi eykst á komandi misserum og nær hámarki í kring um 4% á næsta ári.

  • Frekari vaxtalækkun er í farvatninu og gerum við ráð fyrir að stýrivextir verði komnir undir 4% í árslok.

Höfundar


Jón Bjarki Bents­son

Aðalhagfræðingur


Senda póst

Bergþóra Baldursdóttir

Sérfræðingur í Greiningu


Senda póst